25 september 2006

Ég tók sunnudagsrúnt á laugardaginn .. sýndi Albert Vindheimamela, voða gaman. Vorum í góðu fútti á leiðinni heim, fórum Blönduhlíðina til baka, og við keyrðum næstum því á kú!! þá var sunnudagsrúnturinn bara orðin að hasarrúnti, hjartað mitt tók stórt hopp. Þetta er það helsta í fréttum og líka það að ég hætti bráðum á Ontowm ;) geggjað, er bara í banken .. allavega eitthvað.
Annars bíð ég spennt eftir því að Zorin (kann ekki að skrifa þetta) geri lögin í leikritinu svo að ég geti farið að dansa! hlakka svoo til, sérstaklega eftir dansprufurnar .. þá fékk maður þetta svo beint í æð eitthvað! svo eru allir eitthvað að spá í að fara að sparka í boltann aftur, á að stofna meistaraflokk kvenna .. þannig að það er aldrei að vita hvað maður gerir :) hehe .. ég afrekaði það allavega að skrá mig á Framhaldsskólamótið í Fótbolta .. aftur!
Ég hlakka til helgarinnar sem er á næsta leyti, þá er nefnilega Laufskálarétt .. mig hlakkar samt bara til ballsins í Reiðhöllinni þar sem ég verð að vinna og missi af réttinni. En ég hef oft séð hesta hlaupa svo mig skortir ekkert .. Sóley er í Perú, minns saknar hennar doltið! ég bendi allavega öllum á bloggið hennar
www.blog.central.is/bastardur8 .. af því að hún er að gera svoo skemmtilega hluti sem ég elska að lesa um :) JEI .. er að vinna í bréfinu til þín mús!
Ég get ekki bloggað lengur, þessi hæfileiki minn er farin út fyrir bí, ég æði úr einu í annað .. sem getur verið óþolandi! En Svanhildur og Raggi eignuðust lítinn, stóran, strák fyrir stuttu .. ég óska þeim til hamingju með það og vonast til að sjá litlu fjölskylduna sem fyrst! :* og svo var Esther "platfrænka" mín einnig að eignast lítinn strák, til hamingju með það! ..
Ég á að gera heimadæmi í stæ, fara í landafræðipróf og mæta í jóga .. og vinna í banken og á Ábæ, samt elska ég lífið :) ég á nefnilega líka góðan kall, hann moppaði eldhúsgólfið í gær og setti í þvottavél, æji .. og hann ætlar að elda kjúlla í kvöldmatinn fyrir mig :* .. og mamma og pabbi koma bæði heim næstu helgi! vildi að Andri kæmi líka, en hann er alltaf að vinna :/ en ég er samt glöð, bara jibbí glöð!! hafið það gott sykurpúðar!

Sólborg - glaða og veður óúrskýranlega mikið úr einu í annað!

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jeijjj ÆÐISLEGA yndislegt að þú sért svona glöð:) hlakka til að hitta þig, ótrúlega mikið meira að segja:D sjáumst eftir 4 daga..

Nafnlaus sagði...

JEI..skemmtilegt blogg:)núna nebbla missi ég ekki af neinu af því sem að þú ert að bralla...:) en hvað hlakkar þig ekki mest til að fá mig í heimsókn þetta eina kvöld?híhí

Nafnlaus sagði...

Jú, JEI .. hlakka til að fá þig í heimsókn :) og líka til að hitta þig Signý!

Nafnlaus sagði...

You know I spoil ya....!! ;)

Nafnlaus sagði...

Dans við mig á laugardagskveldið? Hlakka til að sjá þig :)

Sunna Dögg sagði...

ég ætla líka að panta einn dans...
sé þig um helgina ;)

Nafnlaus sagði...

Það mun samt enginn dans toppa dansinn minn í leikritinu :)

Nafnlaus sagði...

JEI, ég vil dansa alla um helgina:) já, jei .. það eru bara allir að koma um helgina :D .. og Konni ég bíð spennt eftir dansinum þínum! hehe

Nafnlaus sagði...

Ég sakna tín lika..!
vil fá MSN-id hjá tér elsku Sólborg mín.. ég er med eitthvad, en ég veit ekki hvort ad tad sé rétt, held ekki..
Anywhoo... skrýtid ad tú sért ad haetta á ábae... tad eru ad verda fáir eftir af gamla góda hópnum okkar!
Btw, skemmtu tér ótrúlega vel á réttarballi!!

Nafnlaus sagði...

Omg bíddu verð ég þá bara einn í eldhusinu? :O

Nafnlaus sagði...

Söss, Óli .. neinei, það kemur nýtt fólk .. samt ekki eins og ég og Sóley ;) híhí
og hey Sóley, mailið mitt er suncity0@hotmail.com .. og þetta fyrir aftan suncity er núll :)

Nafnlaus sagði...

múhhaahhhaha fyndið og skemmtilegt blogg... og þú munt nú taka nokkra snúninga með mér eskan......:D er óli að deyja úr áhyggjum....:Þ

Nafnlaus sagði...

hvenar er vetrarfrí í fnv skvís?? forvitnast:)

Nafnlaus sagði...

Já ég er að deyja úr áhyggjum lol.
Ég hvet ykkur til að tilbiðja myndina, aðal myndina. :D

Nafnlaus sagði...

Anna; það er í dag, semsagt föstudag .. eða vetrarfrí? það er allavega haustþing kennara! hehe ..
Óli; aðalmyndina á skápnum þínum þá? ahahahah, hún er samt svöl :P

Nafnlaus sagði...

hahah, þið eruð svo sveitó... haustþing kennara (diss)

jæja ég verð bara kikja eh helgina þá....:)

Nafnlaus sagði...

Ég veit, myndin er best

Nafnlaus sagði...

jæja missti af öllum helv förum sem voru í boði um helgin :/... littla svekkta stelpan líka:P hvernig var svo??