Annars, hvað skal skrifa frá Mallorca? best að stikla á stóru ... í punktum ...
- Ofarlega á baugi var sólarvörn, sólarsæla og bananaboat after sun
- Léttklæddir mongólítar (þá er ég að tala um okkur geðbiluðu íslensku stúlkurnar)
- NEI, við erum ekki Þjóðverjar!! *reiði*
- Fyllerí ;) dansandi sveittir og sexý karlmenn í "rimlabúrum" já og náttúrulega konur, það var svona minna fyrir mig!
- Það var alveg legið í slatta tíma á ströndinni, svamlandi um á dýnu og svo áttum við líka sólhlíf, btw við skildum þetta drasl bara eftir vegna plássleysis .. nauðsynlegri hlutir þurftu að komast í töskurnar okkar, hehe
- Skelltum okkur alveg 2svar í mollið, Porto Pi, og versluðum tja, alveg heilan helling
- Sólborg og Vildís með strengi í höndunum daginn eftir vegna áreynslu í að halda á pokum fullum af fötum og fatahrúgum á leiðinni í mátunarklefann
- Pjéningarnir flugu frá okkur (samt vorum við ekki rændar)
- Keyptar voru svolítið stórar töskur til þess að koma nauðsynlegu hlutunum heim, þar sem hinar voru orðnar pakkfullar
- Allir í essinu sínu
- Þjónarnir farnir að kyssa okkur bless og vera með látalæti .. (er það ekki orð?)
- Lítið af myndum teknar, helvede
- Margt gerðist en sumt er bara ekki hægt að segja hér, hahahah
- Vildís útétin af ógeðisflugum (myndir væntanlegar, bjakk)
- Misstum okkur í vatnsleikjagarðinum, Aqualand, og hleyptum barninu svo sannarlega út já og sleiktum sólina og borðuðum skrítna pizzu
- Lifðum lúxuslífi og borðuðum úti á veitingastöðum í hádeginu og kvöldmatnum og ekki má gleyma girnilegum kokteilum,
- Hristum á okkur rassinn á Riu Palace, aðalpleisið
- Guðrún og súdúkú, like this (krosslagðir puttar)
- Fórum á djammið kvöldið áður en við fórum heim
- Beint á hótelið af skemmtistaðnum
- Upp í rútu
- og svo í Flugvélina, allar með comfort settið á réttum stað :)
- klst. bið eftir því að flugvélin fór af stað, við vorum fullar og vitlausar og sváfum bara þann tíma, ég viðurkenni að ég vissi það ekki einu sinni .. hehe .. heyrði það aldrei sagt
- Flugið leið hratt með smá ógleði og ommelettu
- Hvítir rassar
Nú er þetta komið nóg, það er samt pottþétt frá miklu meira að segja sem ég gleymi eða get bara hreinlega ekki sett hér á internetið fyrir framan alþjóð ;) Myndir eru væntanlegar, samt ekki strax, mín vél er brátt á leið aftur út í lönd og ekki gafst tími til að setja myndirnar í tölvuna :/ Takk fyrir ferðina elsku stúlkukindunar mínar :) þetta verður pottþétt endurtekið!
Sólborg - segir bless, ekkert stress og verið hress