... er eitthvað svo óútreiknanlegt! hmm, um daginn langaði mig að fara þangað og gera þetta þegar ég væri orðin "stór" en í dag hef ég skipt um skoðun. Kannski er það bara ég sem er svona óútreiknanleg? Ætli framtíðin breytist nokkuð mikið við það að ég hafi fengið mér brauðloku í hádeginu í staðinn fyrir hafragraut, kannski bara þyngdarlögmálið? ;)
Helgin var góð, mikið fyllerí, mikil þynnka .. samt aðallega hjá Guðrúnu, þá þynnkan .. helgin í hnotskurn var mjög góð, Anna frænka mín útskrifaðist úr MA og Vignir átti afmæli og vil ég óska þeim báðum til hamingju!
Mallorca er að koma í nánustu framtíð, finnst eins og það sé eilífð síðan við pöntuðum ferðina okkar og það er loksins að koma að því, bara svona mánuður :D Annars gengur lífið sinn vanagang og landsmót hestamanna er á næstu grösum, sem er ekki skemmtun fyrir mig eins og aðra, heldur áhyggjuefni .. Ábær .. og það að ég missi af Hamingjudögum á Hólmavík!! flan .. myndir á næsta leyti, er að vinna í myndasíðunni minni, þolinmæði :)
En annars er ég að springa úr gleði í lífinu mínu .. og ég hef ekki hugmynd um af hverju, kannski er það sumarið eða bara fjöllinn, hvað veit ég?
Sólborg - í gleðinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Gaman að þú skulir blogga fyrir mig... :) Ég dáist af öllum sem nenna að blogga á sumrin, þá hef ég nefnilega tíma til að lesa...
Ég er líka að vinna og vinna þegar landsmótið er... fúlt!! En ég fæ 2ja vikna frí til að komast til útlanda í staðin! Þá verður gaman... :)
Það er fínt að blogga til afþreyingar, gott að þú sért byrjuð að blogga! komin með nýja síðu og læti :) .. en það var einhver kona að kommenta hérna, útlensk, um eitthvað hús .. eyddi því nú bara ;) þannig hmmm ... en blogg er góð afþreying!
Múhahahahahaaaa
Það er gott að vera glaður. Og það er gott að einhver nennir að blogga því að ég er í svipuðum aðstæðum. Lítið að gera í vinnunni og svona..
gledi gledi...gott ad vita ad thu sert nu glod..rusinan min:) eg var sko ad versla mer pils fyrir mallorca i dag..:)styttist odum..
Takk :)
sæta sæta
Skrifa ummæli