21 júní 2007

Gleði gleði

Hæ, ég er að fara í Háskóla! umsóknin mín var samþykkt :) mig langaði bara að tjá mig um það! hehe .. og já, facebook er skemmtilegt fyrirbæri .. maður er svona að læra á það!

Sólborg - bæ, vííí

15 júní 2007

Obbobobb!!

Ekkert blogg komið frá mér í heilan mánuð! og fólkið sem kíkti hingað inn endrum og sinnum í gamla daga er væntanlega hætt að kíkka við með vonarneista í augum? hmm, eða eruði ennþá þarna úti? :) ég hef samt góða afsökun fyrir öllu þessu blogg og kommentaleysi á aðrar síður .. ég er ekki með netið! er að blogga í vinnunni þar sem að það er nákvæmlega ekki neitt að gera í augnablikinu hérna í Hafnarfirðinum!
Margt hefur gerst síðan ég bloggaði síðast, ég er komin með nýjan sambýlismann, hann Ingu Birnu .. hehe .. enn ég stend fast á því að hún sé kallinn bara útaf boltanum samt! svo er ég orðin stúdent og á þessa líka fínu fínu húfu! svo er maður búin að taka einum of mörg djömm á þetta síðan maður flutti, þannig að það er pása um helgina hjá mér þegar allir aðrir eru að fara á Tindastólshátíð! eitt veit ég að það verður mikið trallað þar .. ég mæti bara eftir önnur 100 ár ;) svo fór ég náttúrulega í snilldarinnflutningspartý í Breiðholtinu, bæði hjá Rakel og Önnu Lóu og svo Arnari og Vildísi! takk fyrir mig góða fólk .. já og Guðrún er komin heim og allt á fullu sko! þannig að jájájá, ég ætla alltaf að setjast niður og hafa voðalega mikið að segja enn svo loksins þegar ég sest, þá er allt stolið úr mér! flan :) Annars langar mig rosa í tisa, fer pottþétt í heimsókn að kíkja á litlu sætumúsatisurnar við fyrsta tækifæri!
Ég skrifaði allavega fáein orð, Inga er búin að sækja ráderinn og nú þurfum við bara að fá einhvern tæknivæddan í heimsókn til að redda þessu .. sjálfboðaliðar? :) og þegar það er komið í gagnið get ég verið duglegri að blogga, hehe ..

Sólborg - stúdent sem skrifaði svo einum of oft í þessu bloggi! hefði kannski bara átt að gera punktablogg? ;)