22 apríl 2007

Þessi dagar eru ágætir alveg hreint! ég fór á Akureyri á söngvakeppnina, það var geggjað og Inga stóð sig einsog hetja að sjálfsögðu :) tókum gott djamm og sungum Skál og syngja með hljómsveitinni Buff! ég skellti myndum inn í ýmislegt á myndasíðuna mína frá þessu .. tek það fram að hún er/var batteríslaus, þannig að þær eru fáar og mikið eins ;) hehe .. reyndar kom picture error á bestu myndina! hahah .. setti inn fleiri myndir! frá keilumótinu hjá Póstinum! og úr partýinu frá Ingva Hrannari. Takk fyrir djammið stúlkur! og auðvitað Anna líka :) ég náði einni mynd af henni stúlkunni!


Svalar, bwaahahahah .. klútarnir og grifflurnar að gera sig!

Gestgjafinn síðustu daga hjá mér hefur verið Thelma! hahaha, alltaf að borða pizzu hjá henni :) en við ákváðum nú líklegast að gera eitthvað daginn fyrir sumardaginn fyrsta! hittumst hressar heima hjá henni um 10leytið. Ég, hún og Sandra .. svo bættist Lilla við í hópinn! við enduðum á Pendulum og það var mikið fjör, technó, hehe .. setti líka mjög fáar myndir afþví inní ýmislegt! já og takk fyrir Tim, þó svo að þú kíkir aldrei á blogg!


Vala, Tim og AnnaR

Svo er ég bara búin að vera að hafa það gott hérna heima! skellti mér líka útað borða með Hófí á Vegamótum og Tinna bættist svo fljótlega í hópinn, við áttum góðar samræður og skemmtum okkur konunglega ;) híhí .. hitti meira segja Ernu á tjúttinu ..

Sólborg - að meika það í myndunum þessa dagana!

10 apríl 2007

Jæja, jájá .. það kom að því að maður settist fyrir framan tölvuna og virkilega langaði að blogga! margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast, enn það sem stendur núna hæst uppúr eru náttúrulega páskarnir, beilaði reyndar á skíðabrekkunum enn djammið fékk að njóta sín ;) var að skella inn myndum rétt í þessu, gleði og hamingja!
Vildís er svo mikið æðipæði að við héldum smá hitting heima hjá henni og skemmtum okkur svona líka vel! og fórum svo á Palla .. það var bara snilld, nema gaurinn var í silfurlituðum gömlum hlaupaskóm? wtf!? .. kannski bara lukkuskór, hehe .. enn ég ætlaði að setja mynd af þeim, enn get ekki stolið þeim af síðunni hennar Vildísar ;) híhí .. flan .. reyndar vantar einnig inn mynd af mér og Thelmu í rafmagnsdótinu og bara öllu saman! hahahah .. einmitt þar eru alheimsmyndir! víí .. og til hamingju með afmælið Guðrún sæta mús :)


Vala mín klæddist eins bol og koddaverið hans Ingva, sem vakti endalaust mikla lukku


Gellurnar sestar við borðið

Sólborg - takk fyrir mig stelpur! já og strákar