19 mars 2007

Steikt egg

Hvað skal segja, hvað skal segja? síðasta helgi var alveg helvíti góð! staffapartý með potti og öllu tilheyrandi á föstudeginum, reyndar öðruvísi en vanalega þar sem að það voru kjéllur í pottinum sem eru um og yfir sextugt :) mér finnst það samt bara best sko. Svo fórum við unga pakkið á djammið, fórum reyndar ekki í bæinn fyrr en 3 og djömmuðum fram eftir morgni! ég var semsagt lögst á vindsængina um 7 leytið .. laugardagurinn var svo bara tjill, Thelma var svoo elskuleg að bjóða mér í mat ásamt Ingu Bjé, Söndru og Helgu. Við átum góðan mat, skelltum okkur á trúbadorakeppni, sem btw Andri var í 2.sæti í, svo var það bara ekta stelpusukksleepover :) og svo endaði þetta allt á sunnudaginn, með mörgum rúntum niður laugarveginn og fótboltaleiksglápi!

Annars er það af mér að frétta samasem ekki neitt ;) mig langar norður næstu helgi, aldrei að vita hvort maður skelli sér? allavega langar mig geggjað vííí .. alltaf þegar ég ætla að blogga þá gerist aldrei neitt í hausnum á mér, og svo kannski þegar ég legst í bað (já, ég veit alltaf í baði Vildís, hahaha) þá þarf ég voðalega mikið að segja enn svo er bara allt dottið út þegar ég er mætt fyrir framan skjáinn. Mig langar samt að sjá LEG. Stefni á að gera það sko. Eða við póstpíurnar nokkrar. Annars á ég bráðum afmæli :) og býst við að halda smá teiti, er bara ekki búnað ákveða hvenær, þannig að við getum sagt að það verði á eftir áætlun! hehe

Núna man ég nú samt eitthvað, það er svo mikið af skrítnu fólki í RVK. Allavega sem kemur á pósthúsið mitt, sérstaklega íslenskir gamlir kallar sem fara allt í einu að tala frönsku? eða útlendingar sem geta ekki tjáð sig á neinu öðru en pólsku, varla á táknmáli? fáránlegt .. enn vissuð þið að ef einhver sendir ykkur ósoðnar pylsur, frá öðru landi, verða þær teknar úr pakkanum af tollinum? ;)

Sólborg - póstpía sem btw er eitthvað að prófa svona gelgjumyndir á blogginu? ;) hahahah

23 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bwaahahahahaa híh já ég hugsaði einmitt það sem þú skrifaðir um baðið..alltaf í baði:) úff ég ætla að vvona að ég fái ekki senda ósoðnar pylsur ;) og já ég var einmitt að spá í þessum myndum! og hey ég er ánægð með bloggið þitt :D

Nafnlaus sagði...

hvað gera þeir við pylsurnar ef þær eru soðnar??

Nafnlaus sagði...

Hey, congrats með brósa! :)

Nafnlaus sagði...

bwahaha, heyrðu Svandís ég held þeir geri þær líka upptækar ;) annars er ég ekki viss! hehe

Nafnlaus sagði...

ég er að koma suður um helgina..er eitthvað að gerast á Sauðárkróki um helgina?

Nafnlaus sagði...

Fjúddafjú! :) þú ert að koma suður! nei, það er held ég voða lítið að gerast, mig langaði bara á kíkja! hehe .. enn ég veit ekki hvort ég fer! veðrið spilar inní :/ hvenær kemur þú?

Nafnlaus sagði...

What??? Jackpot that´s exactly what I wanted!!!

Nafnlaus sagði...

múhahahah... titilinn er fyndinn, gjörsamlega ekkert í blogginu um steikt egg hehe eða eikkað :D ég hélt ég væri að fara lesa um spælt egg og beikon í morgunmat og fínerí neinei bara partý stand og læti... mín bara að detta í þrítugsaldurinn velkominn í hópinn ég tek fagnadi á móti þér eskan:) En ég fer að blogga ferðasögu I promise hehe kv. siggan

Nafnlaus sagði...

múhahahah... titilinn er fyndinn, gjörsamlega ekkert í blogginu um steikt egg hehe eða eikkað :D ég hélt ég væri að fara lesa um spælt egg og beikon í morgunmat og fínerí neinei bara partý stand og læti... mín bara að detta í þrítugsaldurinn velkominn í hópinn ég tek fagnadi á móti þér eskan:) En ég fer að blogga ferðasögu I promise hehe kv. siggan

Nafnlaus sagði...

Hey Siggan mín...we got it ;) Sólborg ertu í baði??

Nafnlaus sagði...

Pòsthùsid? ertu ad vinna à pòsthùsinu? Veistu ekki ad tad er af hinu illa?
jaeja, kannski er tad meira perùski pòsturinn.. mèr er illa vid hann!
En nù verduru eiginlega ad fara ad senda mèr brèf, nù er enginn afsokun ad tù hafir ekki tìma til ad fara à pòsthùsid eda eitthvad, Mùhahahahah!

Nafnlaus sagði...

Hææ Sólborg:) Hvar heldur þú þig eiginlega í borginni? Finnst að við ættum að fara að rekast á hvor aðra:) Og já til hamingju með bróður þinn

Nafnlaus sagði...

ég kem einhverntímann á föstudagskvöld og fer svo heim á mánudeginum..maður er bara að taka þetta með trompi;)

Nafnlaus sagði...

til hamingju með bróður þinn, þú kannski skilar kveðju til hans frá mér;) hehe synd að ég hafi misst af þessu..:( en annars er ég voðalega busy kona hérna í baunalandi en ég lofa að fara að blogga... kannski ég geri það bara eftir helgina og skelli inn nokkrum myndum? hehe ég á sko fullt af myndum frá djamminu sem er búið að vera undanfarið:D
en damn með pulsurnar ég sem ætlaði að senda þér afmælisgjöf... en já við erum sko alveg að komast á þrítugsaldurinn...:/ þetta líður sko hratt..en úff var að hugsa um að enda ritgerðina mína á knúsum og kossum til þín:D

Nafnlaus sagði...

jahá... gott að þú hefur það gott... ég var semsagt fyrst núna að heyra að þú værir komin á pósthús en það er bara fínt.. :D ég er að fara suður þannig að nammirúnturinn verður að bíða ef þú kemur norður ;)

Nafnlaus sagði...

ooo god dam ég sem hef alltaf verið að senda pylsur skil núna afhverju þær komast ekki á milli staða! pifff

Jæja eða þannig;)

keep on blogging;)

Nafnlaus sagði...

yo babe!
Ætla bara að senda þér smá svona leim-ass-commenta-afmæliskveðju. Það verður að duga í bili. Vona þú hafir það gott á afmælisdaginn og njótir þess að vera orðin 20. Húrra fyrir því!
Kusa.

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta...
Ég er í sama pakkanum og Kristín... svona leim-ass-commenta-afmæliskveðja... :)
Til hamingju með daginn góða... vonandi hitti ég þig eitthvað um páskana svo ég geti knúsað þig almennilega í tilefni 20 ára afmælisins... :)Hafðu það bara sem allra best í dag og láttu nú stjana almennilega við þig!
Kveðja frá Árósum

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið sæta :)
eigðu góðan dag :D

Nafnlaus sagði...

Hæ krúsí... Langaði barað segja til hamingju með afmælið hérna líka :D
Hafðu það gott og við sjáumst á eftir!!

Nafnlaus sagði...

Halló Halló Sólborg Ýr 20 ára stelpa!

Sökum þess að ég er fátækur námsmaður þá á ég ekki inneign og það útskýrir þá staðreynd að ég hafi ekki hringt né sent sms í dag. Það þýðir þó ekki að ég hafi gleymt deginu heldur verður þú að sætta þig við komment! :)

Ég vona að dagurinn hafi verið ógó góður og við sjáumst svo vonandi bara fljótlega!

Já og Til hamingju með afmælið ;)

Nafnlaus sagði...

hæ sæta, ég sakna þín úber mikið, fannst geggjað leiðinlegt að geta ekki einu sinni svarað eða sent sms um helgina ;( langaði að grenja, en ég við samt óska þér til hamingju með ammlið, hefði samt viljað gera það augliti til auglits :) svo þú fengir koss. En mamma vildi helst bara bjóða þér að koma á ak. um helgina hehe:) sakna þín mest. kiss kiss :*

Nafnlaus sagði...

hae hae skvís...ég komst ekkert á netid á afmaelisdaginn thinn en ég hringdi;) hehe gaman af heyra í thér verdur nú ad fara ad fá thér skype..ég er sko med slúdur..e-d sem thu myndir ALDREI giska á!!! forvitin?? en já thú varst alveg í ruglinu um daginn .. senda mér afmaeliskvedju um midja nótt..kannski búin af fá thér adeins of mikid í stóru tánna..hehe en thetta var fyrsti apríl svo ad ég fyrirgef thér:D en miss ya mús og vonast til ad heyra í thér naestkomandi laugardag... ;) You know why;)