29 janúar 2007

Vííí, ég fór norður um helgina! það var rosafjör, ég og Þórdís ákváðum að sameinast í bílinn hennar og lögðum af stað á föstudagsmorgni. Meikuðum það á leiðinni með partýdisk og læti :) Hún skildi mig eftir í Varmahlíð og hélt sjálf ferðinni áfram á Akureyri .. Bylgja var best og sótti mig í Varmahlíð á nýja, fína bílnum sínum! þá var ég komin heim, sem var alveg helvíti gott. Ég hitti fullt af góðu fólki, á föstudagskvöldinu fór ég í afmæli hjá Þuríði, það var mikið fjör og frábærar veitingar .. takk fyrir mig gæskan :)


Þuríður með kökuna


Vala og Inga - í pósinu

Laugardagurinn var bara allur eintóm snilld sko, fór snemma á Hofsós heim til Bylgju, og það var bara yndislegt .. allt fólkið og bara allt! Þorrablótið var líka BEST, ég tók þátt í hringdansinum og dansaði við gamlan kall .. það var líka planið, jei :D tjúttaði og fór meira segja í eftirpartý á Hofsósi, það finnst mér snilld! .. takk æðislega fyrir mig Bylgja kjútí og bara fyrir helgina góða fólk :) ég skemmti mér konunglega .. nema kannski á leiðinni heim, flan! ég fékk eftirmiðdagsþynnku og var rangeygð á leiðinni heim úr þreytu, var búin að lofa Þórdísi að halda mér vakandi, hehe! :) en ég og Bylgja, tókum nokkrar myndir og ég er bara búin að skella þeim á myndasíðuna mína sko, þannig að endilega tjékkið á þeim!


Skondin mynd af okkur Bylgju ;)


haha, pabbi Bylgju reif bolinn hans Hjörvars!!

Sólborg - átti frábæra helgi, jei

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tad er bara endalaeust djamm og laeti hjá minni! veistu ekki ad tad er óhollt ad djamma, tú aettir ad fara ad slaka á ;)
DJÓK, ég myndi aldrei segja eitthvad svona, nema kannski er tú vaerir farinn ad setja vodka í stadinn fyrir mjólk út á morgunkornid, en ég efast um ad tad gerist :P

Nafnlaus sagði...

hehe þú varst sko hress á sunnudeginum;) en annars saknaði þín um helgina...

Nafnlaus sagði...

JEI....

Nafnlaus sagði...

je dúdda mía hvað er orðið mikið líf á síðunni þinni... ákvað að kíkja inn og það eru bara margar færslur síðan ég kíkti síðast

annars ætlaði ég bara að kasta á þig kveðju.... takk fyrir síðast... vona að það gangi eitthvað í atvinnumálunum, annars máttu koma hingað í vogana sem au pair :D

kv Elín

Nafnlaus sagði...

haha.. þetta var snilldarferð.. ;) sérstaklega heimleiðin.. vorum annsi ferskar.. segi ekki meir..

Nafnlaus sagði...

hehe halló... sæta mín..:) sorry að ég yfirgaf ykkur.. I will make it up to you...:D með góðu glenis og mat hehe kv. túttan

Nafnlaus sagði...

hæhæ og takk fyrir síðast, þetta var snilldarkvöld! og góðar myndir haha:):)
Heyrumst síðar sæta

Nafnlaus sagði...

Sæl mín kæra.
Endilega að fara að hitta á þig:)

Nafnlaus sagði...

I can be brown I can be blue I can be violet sky....

SólborgÝr sagði...

já jú jei :) erfitt að svara öllum svo ég segji bara JEI! þið eruð æði ;)

Nafnlaus sagði...

eigum við ekki að fara að gera e-ð af okkur?? það held ég nú sykurpúði ;) hehe..

Nafnlaus sagði...

hæjj bara svona láta vita af mér :D

Nafnlaus sagði...

ég segi bara JEIJ með þér :D