25 janúar 2007

hey, ég er slöpp .. ógó ekki gaman! ætla samt að koma norður á morgum, er boðin í afmæli á föstudagskveldið og þorrablót á laugardagskveldinu :) jei hlakka til! það gerist voða lítið í atvinnumálum, er enn í 17 .. vúhú! eða bara ekki, hehe. Annars er ég eitthvað senda umsóknir hingað og þangað í góðu fútti.
Það kallaði öryggisvörður á mig í gærmorgum, þegar ég var að labba í vinnuna, í Kringlunni og bara eitthvað; hey stelpa! ég hélt að gaurinn væri að fara að sekta mig fyrir að labba of snemma í Kringlunni eða eitthvað rugl .. hahaha! þá var hann bara að spyrja mig um einhverja búð, eitthvað Evans? tja, ég vissi ekkert og hélt bara áfram minni leið sko :) og svo fyrir þá sem skilja þetta, þá fann ég fimmþúsundkall á gólfinu þegar ég labbaði áfram! hehe


Annars fór ég á Night at the Museum í bíó um daginn og mæli sterklega með henni :) Hey! góða fólk ég skellti inn nokkrum myndum frá áramótunum á myndasíðuna mína. Þær eru nú samt svolítið blurry, hehe, myndavélin var eitthvað aðeins að stríða mér! smá sýnishorn, bara svona einsog vanalega .. heh

Sólborg - á leið í sveitina!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Night at the museum er ágætis skemmtun, leiddist ekkert við að horfa á hana :).. þorrablót á laugardaginn er málið

Inga Birna sagði...

jeijeijei hlakka til að sjá þig! :)

Nafnlaus sagði...

litli grísinn þinn að finna 5oookall... en annars var myndin bara góð og ég á eftir að sakna þín um helgina...:( en skemmtu þér rosalega vel:)

Nafnlaus sagði...

Gledi, gledi! ekki ad tú sért slopp samt, ég var ad tala um myndirnar.. alltaf gaman ad skoda myndir af ykkur klikkada fólkinu!
Gott hjá tér ad drífa tig á krókinn, mikil gledi og hamingja fólgin í tví!
Annars vona ég bara ad tú skemmtir tér vel mús :P

Nafnlaus sagði...

Gjörðu svo vel lagði inn skoðun bara fyrir þig!!! Þú skuldar mér einnig 5000 kall þannig að mér þætti vænt um að sjá hann bráðlega... ;)