29 janúar 2007

Vííí, ég fór norður um helgina! það var rosafjör, ég og Þórdís ákváðum að sameinast í bílinn hennar og lögðum af stað á föstudagsmorgni. Meikuðum það á leiðinni með partýdisk og læti :) Hún skildi mig eftir í Varmahlíð og hélt sjálf ferðinni áfram á Akureyri .. Bylgja var best og sótti mig í Varmahlíð á nýja, fína bílnum sínum! þá var ég komin heim, sem var alveg helvíti gott. Ég hitti fullt af góðu fólki, á föstudagskvöldinu fór ég í afmæli hjá Þuríði, það var mikið fjör og frábærar veitingar .. takk fyrir mig gæskan :)


Þuríður með kökuna


Vala og Inga - í pósinu

Laugardagurinn var bara allur eintóm snilld sko, fór snemma á Hofsós heim til Bylgju, og það var bara yndislegt .. allt fólkið og bara allt! Þorrablótið var líka BEST, ég tók þátt í hringdansinum og dansaði við gamlan kall .. það var líka planið, jei :D tjúttaði og fór meira segja í eftirpartý á Hofsósi, það finnst mér snilld! .. takk æðislega fyrir mig Bylgja kjútí og bara fyrir helgina góða fólk :) ég skemmti mér konunglega .. nema kannski á leiðinni heim, flan! ég fékk eftirmiðdagsþynnku og var rangeygð á leiðinni heim úr þreytu, var búin að lofa Þórdísi að halda mér vakandi, hehe! :) en ég og Bylgja, tókum nokkrar myndir og ég er bara búin að skella þeim á myndasíðuna mína sko, þannig að endilega tjékkið á þeim!


Skondin mynd af okkur Bylgju ;)


haha, pabbi Bylgju reif bolinn hans Hjörvars!!

Sólborg - átti frábæra helgi, jei

25 janúar 2007

hey, ég er slöpp .. ógó ekki gaman! ætla samt að koma norður á morgum, er boðin í afmæli á föstudagskveldið og þorrablót á laugardagskveldinu :) jei hlakka til! það gerist voða lítið í atvinnumálum, er enn í 17 .. vúhú! eða bara ekki, hehe. Annars er ég eitthvað senda umsóknir hingað og þangað í góðu fútti.
Það kallaði öryggisvörður á mig í gærmorgum, þegar ég var að labba í vinnuna, í Kringlunni og bara eitthvað; hey stelpa! ég hélt að gaurinn væri að fara að sekta mig fyrir að labba of snemma í Kringlunni eða eitthvað rugl .. hahaha! þá var hann bara að spyrja mig um einhverja búð, eitthvað Evans? tja, ég vissi ekkert og hélt bara áfram minni leið sko :) og svo fyrir þá sem skilja þetta, þá fann ég fimmþúsundkall á gólfinu þegar ég labbaði áfram! hehe


Annars fór ég á Night at the Museum í bíó um daginn og mæli sterklega með henni :) Hey! góða fólk ég skellti inn nokkrum myndum frá áramótunum á myndasíðuna mína. Þær eru nú samt svolítið blurry, hehe, myndavélin var eitthvað aðeins að stríða mér! smá sýnishorn, bara svona einsog vanalega .. heh

Sólborg - á leið í sveitina!

22 janúar 2007

Hey .. búnað búa í borginni í meira en viku, hehe :) og búin að vera að vinna í 17 í fimm daga og er líka búin að komast að því að þetta á alls ekki við mig! og nei, ekki misskilja .. ég elska föt og tísku, en mér finnst leiðinlegt að hangsa og brjóta saman, eða svona dund eitthvað .. og tíminn líður hægt. Þannig ég ætla að hætta á fimmtudaginn og finna mér vinnu þar sem ég hef áhuga á að gera hlutina, einsog á skrifstofu eða eitthvað :) .. jájá, ég er skrítin!

Annars er ég ekki búin að gera mikið síðan ég kom sko, kíkti aðeins út á laugardagskvöldið .. snóker og pool barinn, var að meika það sko .. haha! takk fyrir mig Anna :* svo kíkti maður í kolaportið og heimsóknir, klassík!! .. mig langar norður næstu helgi! og Inga, þú verður bara að redda mér miða sko .. færð landa að launum og kannski ég taki eitt, tvö stress við þig ;) .. en við sjáum bara til! tíminn leiðir þetta allt í ljós, hehe

Sólborg - norður næstu helgi eða?

18 janúar 2007

Komin með netið!



Reykjavík að meika það, eða kannski ég að meika það í Reykjavík? :) .. allavega er ég flutt, flutti á sunnudaginn í þynnkunni .. og gleymdi sænginni minni og koddunum, OF mikið ég sko! það er samt aukasæng og svona, þannig ég er hólpin. En annars er allt gott að frétta átti gott lokadjamm í afmæli hjá Helgu og "stressfyllerí" hjá mér og Ingu og svo bættist Bylgja við í hópinn!
Hey, ég byrjaði að vinna í 17 á þriðjudaginn og það var alveg helvíti fínt .. spranga þar um í góðu fútti svo endilega leggið leið ykkar í Kringluna og röltið hring um 17 :) hehe .. þetta blogg var samt bara svona til þess að láta við að ég er á lífi .. og að ég náði stærðfræðiprófinu :) sæla sæla sæla ..

Sólborg - borgarkona í 17

04 janúar 2007

Taktu það með þér úr fortíðinni sem þú getur lært af.
Gerðu hitt upp og skildu það eftir!


Gott að hafa þetta að leiðarljósi svona inn í nýtt ár, 2007, allavega ætla ég að gera það :) og lýst bara vel á! tók myndir á áramótunum, tók samt nánast engar eftir að ég kom í bæinn, ég er greinilega ekki þessa myndavélatýpa! haha .. fyrirgefðu Sóley .. kannski bara næst! en set þær kannski á myndasíðuna mína seinna, er að læra svo ekki geri ég það núna.
Smá sýnishorn; voða lítið samt!

Sunna og ég ferskar að skjóta upp flugeldum

Sara bauð okkur í smá teiti eftir flugeldauppskot,
Sara, Thelma, Inga og Anna Bjé

Vildís og ég mjög blurry og ferskar á Mælifelli!
Sólborg - gleðilegt nýtt ár sætu!