30 desember 2006

Afhverju bloggar maður bara þegar maður á að vera að gera eitthvað annað? ég er allavega að reyna að skrifa ritgerð í sálfræði, afhverju .. afhverju sleppi ég því bara ekki og fer í ensku 603 eftir áramót? hmmpf, góð spurning!
En gleðileg jól og gleðilegt ár, þetta ár var gott sko! :) nenni samt ekki að koma með annál eins og allir duglegu bloggararnir .. stend mig betur á næsta ári, ef ég nenni að halda þessu bloggi áfram? en allavega takk fyrir allar góðu stundirnar, djömmin, rúntana og bara allt þetta skemmtilega :) Fannst samt snilld að lesa að einhver skrifaði að ég ætti ekki að hætta að blogga á ensku? ha, hver hvað? Annars voru jólin góð, fékk góðan mat, góðar gjafir og allt gott.

Ég hlakka til morgundagsins, fara á djammið á byrja nýtt ár. Fannst ég samt vera að fara á fyrsta ballið mitt í gær, þetta líður bara OF hratt sko, hehe! 2007 að koma, BEST! enn ég stefni á að taka myndir um áramótin, og vonandi stend ég við það í þetta skiptið og set myndir á síðuna mína fljótlega, já jú jei :) btw ég fékk ekki gulan hatt í jólagjöf, hehe .. væri samt ekkert á móti ef ég byggi kannski í heitu landi þar sem ég gæti notað hann ;)

Sólborg - hvar ætlar þú að djamma um áramótin?

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahh.. ef ég bara vissi það! :)

Nafnlaus sagði...

Er Touch ekki málið? :)

Nafnlaus sagði...

Já, taktu myndir, fullt af myndum af fullt af fólki.. helst sem ad ég tekki :P
Toff ad fá gulan hatt í jólagjof, mig langar í gulan hatt!

Nafnlaus sagði...

takk fyrir rúntana áðan, náðum meira að segja að rúnta svona rétt áður en árið var búið ;) sjáumst um áramótin á djamminu en hvar veit ég ekki :D

Nafnlaus sagði...

btw það er frítt á Touch :)

Nafnlaus sagði...

ohh ég vildi að ég væri komin til að djamma með ykkur stelpunum en það verður víst nóg af skralli eftir áramót þegar að þið eruð komnar suður:)
en hey ég hefði gefið þér gulan hatt ef þú hefðir bara beðið um það;)
skemmtu þér nú vel elskan mín ég heyri nú í þér rétt eftir 12;)

Nafnlaus sagði...

Magnað að það sé frítt á Touch :) Góðar upplýsingar þetta!! :)
Gleðilegt ár og sjáumst í kvöld!! :)

Nafnlaus sagði...

hmmm djamm....... já jú, ég djammaði með kúkableyjum og ungbarnagubbu, frábær áramót samt sem áður :)
ó hvað maður er gamall og ráðsettur.
Hlakka til að fá barnapíuna mína suður ;)

Nafnlaus sagði...

Dang, ég missti af Touch, var búinn að gleyma þeim.
En ég held að enska 603 sé málið á næstu önn.

Nafnlaus sagði...

sæl... ég vona að djammið hafi verið gott um áramótin... en gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt það góða á síðasta ári. það er pottþétt að við stelpurnar kikjum á þig í borginni.... en við eigum eftir að sakna þín mikið á króknum! en sjáumst og heyrumst!