Já, ég er komin enn og aftur .. en samt aldrei með fréttir ;) hehe .. góð helgi afstaðin, ég er reyndar aðeins sein í þessu, það er nefnilega komin miðvikudagur!
Annars hélt Ragnhildur uppá 17 ára afmælið sitt og þar var mikið fjör, miklar kræsingar og gott fólk. Í þynnkunni var skellt sér á Akureyri í bíó á Pirates of the Carribiean: Dead Man's Chest, hún er best .. samt er ég leið yfir því að bíða í ár eftir næstu :/ arrgus garrgus. Svo voru það bílasölur þar sem kallinn er að leita að bíl, við fórum líka í heimsókn til Brynju, þar sem alls konar ís var á boðstólum .. ég fékk bragðaref *slurk*
Það virðist sem allir séu að skella sér á menningarnótt eða Kántrýhátíð (Guðrún Eik er allavega með áróður um öll blogg að skella sér þangað, gæti verið gaman ;)) .. en þar sem ég mun vera á "ættarmóti" og í brúðkaupi, held ég að öllu svona verði sleppt þessa helgina! ,kannski komin tími á pásu? hehe
Sólborg - fréttalaus
16 ágúst 2006
Titill?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hey þú...
æji ég vildi að þú værir að koma á menningarnótt...en þar sem að þú fórst í fyrra en ekki ég og vildís þá jafnast þetta núna:)
oh ég á eftir að sjá hana... ég hata það en ég fer á hana um helgina :)
True true... þú ætlar kannski í pásu eins og ég...smááá pásu :)
Skrifa ummæli