30 desember 2006

Afhverju bloggar maður bara þegar maður á að vera að gera eitthvað annað? ég er allavega að reyna að skrifa ritgerð í sálfræði, afhverju .. afhverju sleppi ég því bara ekki og fer í ensku 603 eftir áramót? hmmpf, góð spurning!
En gleðileg jól og gleðilegt ár, þetta ár var gott sko! :) nenni samt ekki að koma með annál eins og allir duglegu bloggararnir .. stend mig betur á næsta ári, ef ég nenni að halda þessu bloggi áfram? en allavega takk fyrir allar góðu stundirnar, djömmin, rúntana og bara allt þetta skemmtilega :) Fannst samt snilld að lesa að einhver skrifaði að ég ætti ekki að hætta að blogga á ensku? ha, hver hvað? Annars voru jólin góð, fékk góðan mat, góðar gjafir og allt gott.

Ég hlakka til morgundagsins, fara á djammið á byrja nýtt ár. Fannst ég samt vera að fara á fyrsta ballið mitt í gær, þetta líður bara OF hratt sko, hehe! 2007 að koma, BEST! enn ég stefni á að taka myndir um áramótin, og vonandi stend ég við það í þetta skiptið og set myndir á síðuna mína fljótlega, já jú jei :) btw ég fékk ekki gulan hatt í jólagjöf, hehe .. væri samt ekkert á móti ef ég byggi kannski í heitu landi þar sem ég gæti notað hann ;)

Sólborg - hvar ætlar þú að djamma um áramótin?

20 desember 2006

Eey! prófin eru búin, ég stóð mig skítsæmilega .. ekkert til að hrópa húrra fyrir samt sko ;) ég fer að minnsta kosti í stærðfræðipróf aftur í janúar, helvítis. Bráðum verð ég flutt í borg óttans, held það verði samt ágætt .. að prófa eitthvað nýtt, fara! já jei .. og ég rata heim til Guðrúnar .. keyrandi!


ég hata rigningu og rok, ég skil ekki hvert í ósköpunum snjónum datt í hug að skreppa burt svona rétt fyrir jól? hann tók allavega litla jólaskapið sem var komið í mér með sér sko .. ég er ekki sátt við veðurguðina! Og hey fólk, ég jólin eru að koma og stelpurnar eiga afmæli .. til hamingju með það Anna, Inga og Vala sætu :)

Sólborg - langar ekki að blogga, ekki í bloggstuði .. sundurtætt blogg, flan