11 ágúst 2006

Leiðarvísir um tíðarhring kvenna

Tíðahringur konunnar er 28 dagar. Hormónar og boðefni eru öflugustu stjórntæki náttúrunnar sem hafa bæði áhrif á líkama og sál. Skapferli kvenna breytist í takt við sveiflur í hormónabúskapnum og það getur verið skammt milli hjúfurþarfar og morðæðis. Það getur því skipt sköpum í samskiptum kynjanna að karlmenn þekki á klukku tíðahringsins og viti hvers vegna konur eru eins og þær eru. Lítum aðeins nánar á málið.

Dagar 1-5
Við upphaf tíðahrings minnkar magn estrógen-hormóna í blóðinu. Á þessum tíma eru aðeins 2% líkur á að samfarir leiði til getnaðar. Þetta gætu verið góðar fréttir en eru það ekki því lágt estrógenmagngerir að verkum að konan hefur lítinn áhuga á kynlífi. Í hennar augum er karlmaðurinn húsgagn þessa dagana. Skortur á estrógeni veldur einnig andvökum og eirðaleysi svo á þessum dögum eru konur sérstakleg afkastamiklar og áhugasamar um húsverk.

Dagar 6-9
Um þessar mundir líður konunni vel. Hún er í góðu jafnvægi og hormónar og boðefni eru í góðu jafnvægi. Nýjar hugmyndir eru vel þegnar og þeim er oft tekið með stillingu og jafnaðargeði. Þetta gæti því verið góður tími til að koma á breytingum, lægja öldur og gera upp gömul ágreiningsefni. Kannski fær gamla hugmyndin um tveggja holu gólfvöll í garðinum grænt ljós.

Dagar 10-14
Nú fer að verða gaman því aukið magn andrógen-hormóna í blóði kvenna vekur með þeim heilbrigðan og lifandi áhuga á kynlífi. Um þessar mundir þarf ekki að grenja út neitt með eftirgangsmunum heldur er konan alltaf til í tuskið og snarast úr naríunum af minnsta tilefni. Þetta eru því skemmtilegir en krefjandi dagar fyrir eiginmenn og elskhuga.

Dagur 15
Þessi dagur er eiginlega hápunktur tíðahringsins. Hér eru mestar líkur á getnaði og konan beinlínis óðfús til þess að lifa kynlífi. Það þarf ekki endilega að vera með eiginmanninum því rannsóknir sýna að á þessum stað í hringnum eru konur líklegastar til að halda framhjá. Rannsóknir á næturklúbbum sýna að á þessu skeiði klæðast konur flegnari og aðskornari fötum en aðra daga. Ástæðan? Þær eru í veiðihug. Þess vegna er skynsamlegt að sleppa þeim ekki út af heimilinu heldur sinna af alúð því hlutverki sem náttúran ætlast til og gera daginn að degi kynlífs og losta.

Dagar 16-23
Nú fer estrógen aftur minnkandi og dregur úr frjósemi. Af einhverjum furðulegum ástæðum laðast konur að mjúkum kvenlegum mönnum á þessu skeiði. Það er vegna þess að hún er ekki lengur að leita að stórum og sterkum manni heldur einhverjum sem sinnir heimilinu. Það getur því borgað sig að vera almennilegur og reyna að snúa mjuklegu hliðinni út. Nú er vinsælt að setja á sig svuntuna og muna að vökva blómin og horfa með henni á Providence eða Friends í sjónvarpinu.

Dagar 24-26
Estrógen minnkar enn en progesteron-hormón eykst í staðinn. Á þessum dögum er skapferli kvenna afskaplega óstöðugt og getur blossað upp í ofsalegum bræðiköstum með engum fyrirvara. Konan er viðkvæm fyrir gagnrýni, uppstökk, grátgjörn, úrill, áhugalaus og hefur nagandi áhyggjur af útliti sínu. Þetta eru því góðir dagar til þess að fara út að skokka og brenna við það bæði hitaeiningum og fá útrás fyrir pirring og reiði. Á þessum tíma eru skynsamir eiginmenn undirgefnir og leiðitamir og forðast þrætur og uppistand því hjónabandið er jarðsprengjusvæði. Þetta er nefnileg sá tími tíðahringsins sem hin illræmda fyrirtíðaspenna nær hámarki sínu en fyrirtíðaspenna er nokurs konar safnheiti yfir fjölda einkenna sem flest eru hættuleg. Það er á þessum tíma sem leirtauið getur flogið, hjónabönd rofnað, það er grátið útaf tómati sem datt í gólfið og það er á þessum tíma sem konur myrða eiginmenn sína...Farið varlega strákar!

Dagar 26-28
Þetta er tiltölulega hættulítill tími því fyrirtíðaspenna hverfur eða dregur úr henni. Enn dregur úr flæði hormóna því nú er hringurinn við það að lokast og hefjast að nýju. Þetta getur leitt til löngunar í feitneti og sætindi sem getur vissulega hresst uppá sa´lina en situr lengi á líkamanum. Það er því ekki ráðlegt að láta eftir þessum löngunum. Eiginmaður sem vill vera góður við konuna sína ætti því ekki að fara og sækja ís handa henni. Honum yrði eflaust kennt um að hafa látið hana borða borða sætindi sem gera hana svo feita.


Kannski þetta hafi hjálpað einhverjum karlmanninum að skilja elskuna sína betur, mér finnst þetta bara snilldin ein ;) Var að vafra hérna um á internetinu og rakst á þetta á einni síðu. Annars var versló best, við tókum 1 mynd, þannig að það er ekki mikið um myndardýrðir á þessum bæ, reyndar stefni ég að því að setja inn myndir frá Mallorca ferðinni áður en þessi vika verður liðinn! hehe .. það eru allir búnir að skrifa um versló þannig að ég ætla bara að láta mér nægja að segja þessi; mikið drukkið, mikið gaman, mikið dansað, mikið blautt, mikið sukkað!

Sólborg - mikið hvað?

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe þetta er bara snilld:)

EddaK sagði...

þetta er brill - ætti að vera sér kafli með leiðarvísinum að borvélinni/ísskápnum/gasgrillinu sem skerpir á þessu ;)

kasta kveðju
bauni

Nafnlaus sagði...

fróðlegt verð ég að segja og útskýrir margt...

Nafnlaus sagði...

Hæhæ þetta er Ásta..... :) Afhverju er ég pulsa??? :o hehehe....
En allavega, vildi bara kvitta fyrir mig!

Nafnlaus sagði...

Hahahaha, Ásta .. þú ert pulsa af því að þú talar alltaf um lave pölser (kann ekki að gera danskt ö) hehe ... og já, þú veist vel hvað það er ;)

Nafnlaus sagði...

Það er af því að Arnar er alltaf að lave pölser! :)

Nafnlaus sagði...

Ég hætti að lesa þegar ég las "Leiðarvísir um tíðarhring kvenna"... En restin var góð :)

Nafnlaus sagði...

Han laver mange pölser :O

Nafnlaus sagði...

Ég elska daga 10 til 14!! :p

Nafnlaus sagði...

bwahhaah, pulsur hér og þar bara ;) hehe .. en Kalli, já! dagar 10 til 14 ... þarf að segja meira?!

Nafnlaus sagði...

Hehe.. Er reyndar löngu búin að lesa þetta og ætlaði að kommenta þá, en af einhverjum undarlegum ástæðum þá gat ég það ekki.. Þetta er bara snilld ;)
Annars er ball í Kántrýbæ um helgina.. Á ekki að skella sér?

Nafnlaus sagði...

tjahh, ég kemst ekki :/ það er ættarmót hjá mér og svo er ég líka að fara í brúðkaup :) en ég væri samt til, kántrýbær er snilld og rifjar upp gamlar og góðar minningar!

Nafnlaus sagði...

haha vá gott blogg. takk fyrir geggjaða verslunarmannahelgi. hlakka síðan til að koma til ykkar á krókinn. :] :*

Nafnlaus sagði...

Skelltu þér bara á kántrý.. ég verð hvort sem er ekki til að skemmta þér á ættarmótinu.. ætla að beila á því fyrir menningarnótt... hehe...